Innlent

Selurinn Axel hefur komið sé fyrir á snekkju

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Selur sem hefur gert sig heimakominn á snekkju í Reykjavíkurhöfn vekur mikla athygli ferðamanna sem um höfnina fara. Útgerðarstjóri snekkjunnar segir ekkert fararsnið á dýrinu.

Selurinn hefur gert sig heimakominn á skuti snekkjunnar og hvílist þar makindalega á meðan áhöfn og ferðamenn gang til og frá borði oft á dag. Snekkjan siglir meðal annars með ferðamenn í hvalaskoðun út frá Reykjavíkurhöfn og segir útgerðarstjórinn þetta óvænta skemmtun fyrir ferðamennina.





Selurinn er í góðum holdumVísir/JóhannK
„Hann hoppaði bara hérna um borð um fimm leitið í gær og hefur verið meira og minna síðan,“ sagði Svanur Sveinsson, útgerðarstjóri.

Svanur segir ferðamenn og áhöfn hafa komist nokkuð nærri honum og að hann sjái ekki annað en að hann sé nokkuð gæfur.

„Mjög svo. Við vorum að gefa honum að borða í gærkvöldi og svo fór ég út í fiskbúð og keypti handa honum flak í morgun,“ sagði Svanur.

Hvernig er fyrir ferðamennina að upplifa þetta?

„þetta er bara upplifun fyrir þá. Þeir elska þetta. Það eru teknar margar myndir,“ segir Svanur.

Er hann ekkert að reyna bíta frá sér?

„Nei, nei, ekkert svoleiðis,“ segir Svanur.

Í hvaða ástandi telur þú selinn vera?

„Hann er allavega vel í holdum, ég held að það sé í fínu lagi með hann,“ sagði Svanur.

Þið hafi gefið honum nafn ekki rétt?

„Jú, Axel Rós,“ segir Svanur og brosir:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×