Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið að lokinni annarri umræðu stendur yfir á Alþingi og lýkur væntanlega ekki fyrr en milli klukkan sjö og átta í kvöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30

Einnig fjöllum við um stöðuna í Jemen en áætlað er að allt að 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr vannæringu á undanförnum árum. Við ræðum við fyrrverandi fjármálastjóra Samherja sem varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja og þurfti að hætta eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. Við skoðum einnig birtingarmyndir heiðurstengdra átaka hér á landi og hvernig hægt sé að læra af nágrannalöndum í þeim málum.

Við förum einnig yfir alþjóðlega verslunardaga sem virðast vera að festa sig rækilega í sessi á Íslandi og hittum stráka í Háteigsskóla sem eru að gera þætti um alla ráðherra Íslands.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá og á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×