Ívar: Kominn tími á ferskt blóð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:24 Ívar stýrði landsliðinu síðan árið 2014 vísir/daníel Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira