Ívar: Kominn tími á ferskt blóð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:24 Ívar stýrði landsliðinu síðan árið 2014 vísir/daníel Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira