Körfubolti

Hildur: Leyfðum þeim ekki að ýta okkur úr okkar stöðum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir
Hildur Björg Kjartansdóttir vísir/daníel
Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik fyrir íslenska landsliðið í körfubolta sem tapaði fyrir Bosníu í undankeppni EM 2019 í kvöld.

„Fúlt að tapa en ég er ánægð með baráttuna sem var í liðinu. Það var allt annað að sjá okkur heldur en á laugardaginn þannig að það er margt jákvætt en líka margt sem má laga,“ sagði Hildur. Ísland tapaði 74-84 í lokaleiknum í riðlinum.

„Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur úr okkar stöðum og leikgleðin og andinn í liðinu var allt annar.“

Hildur skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og átti 7 stoðsendingar og skilaði 33 framlagspunktum fyrir íslenska liðið.

„Það er alltaf gaman að spila vel en ég hefði frekar viljað vinna leikinn eins og allir alltaf.“

Hvað tekur nú við hjá íslenska kvennalandsliðinu? „Það er góð spurning. Það er einmitt fundur á eftir og ég er jafn spennt og þið að fá að vita hvað það verður,“ sagði Hildur Björg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×