Körfubolti

Carter kominn yfir 25 þúsund stiga múrinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carter fær hér kossa og knús frá dóttur sinni eftir leikinn.
Carter fær hér kossa og knús frá dóttur sinni eftir leikinn. vísir/getty
Hinn magnaði Vince Carter, leikmaður Atlanta Hawks, náði merkum áfanga í nótt er hann skreið yfir 25 þúsund stiga múrinn á ferlinum.

Þessum áfanga náði hann í leiknum gegn sínu gamla liði, Toronto, sem því miður fyrir hann var tapleikur. Það skyggði þó ekkert á gleðina.





Leikmaðurinn skemmtilegi er þar með kominn í hóp með 21 öðrum leikmanni sem áður hafði rofið þennan múr.

„Þetta var stórkostleg stund fyrir mig. Þegar maður hefur verið svona lengi í þessu vill maður afreka sem mest,“ sagði hinn 41 árs gamli Carter en hann náði áfanganum að sjálfsögðu með troðslu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×