Inga brast næstum í grát í bótaumræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 12:17 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira