Innlent

Hnúfubakur í heimsókn í Sundahöfn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hvalir eru almennt fimm til sjö mínútur í kafi.
Hvalir eru almennt fimm til sjö mínútur í kafi. Vísir/Vilhelm
Hann gerði sig sannarlega heimankominn hnúfubakurinn sem kíkti í Sundahöfn eftir hádegi í dag. Virtist sem hann langaði hreinlega til að kíkja á fast land þar sem hann svamlaði um nærri bakkanum við athafnasvæði Samskipa.

Glöggir skipuleggjendur hvalaskoðunarferða sáu sér leik á borði og sigldu nærri hvalnum. Væntanlega hafa erlendu ferðamennirnir kunnað að meta návígið við hvalinn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni og náði þessum flottu myndum af hnúfubaknum.

Hnúfubakur verður allt að 13-17 metra langur og 25-40 tonn að þyngd. Hans helsta sérkenni eru gríðarlöng bægsli sem geta orðið fimm til sex metra löng. Hvalir eru yfirleitt í kafi í fimm til sjö mínútur þótt dæmi sé um köfun í allt að hálftíma.

 

Ljósmyndari Vísis fylgdist grannt með hnúfubaknum.Vísir/Vilhelm
Fleiri myndir af hnúfubaknum má sjá hér að neðan. Þegar hann var sem næst landi var hann rétt um 3-4 metra frá ströndinni.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×