Kerfisvilla Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun