Enski boltinn

Emery: Özil verður að bæta stöðuleika sinn

Dagur Lárusson skrifar
Özil og Emery.
Özil og Emery. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að Mesut Özil verði að bæta stöðuleika sinn en hann segir að frammistöður Þjóðverjans eigi það til að dala.

 

Stöðuleiki er einmitt það sem stuðningsmenn Arsenal hafa gagnrýnt Özil fyrir mest síðan hann kom 2013 en Emery telur að nú sé kominn tími á að hann bæti þetta.

 

„Skuldbinding hans er mjög góð og hann æfir mjög vel. Ég hef talað mikið við hann og ég ýti mikið við honum til þess að reyna að fá það allra besta úr honum í hverjum einasta leik, gegn stóru liðunum og litlu liðunum.“

 

„Hver og einn leikmaður liðsins getur bætt sig einhvern veginn og við getum líka bætt okkur sem lið. En með Özil er vandamálið það að halda hans frábæru frammistöðum í hverjum einasta leik, því hann hefur staðið sig vel, en ekki alltaf.“

 

Emery og hans menn mæta Bournemouth í ensku úrsvalsdeildinni á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×