Körfubolti

Framlenging: „Þeir líta út eins og fyrstu deildarlið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir ræða málin í gær.
Strákarnir ræða málin í gær. vísir/skjáskot
Framlengingin í Domino's Körfuboltakvöldi var á sínum stað í gærkvöldi en liðurinn einn sá vinsælasti í þættinum.

Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í settinu í gær en þeir ræddu fimm málefni á fimm mínútum.

Meðal annars fóru þeir yfir hver sé besti „bossman leikmaðurinn“, hver tekur við kvennalandsliðinu og hvort Keflavík sé á niðurleið.

Næst síðasta umræðuefnið var svo um fallbaráttuna og fyrstu deildina en Kjartan Atli spurði einfaldlega hvort að Blikarnir væru að reyna að halda sér uppi?

„Eru þeir að reyna að falla?“ grínaðist Kristinn Friðriksson en Teitur greip svo boltann og sagði: „Þeir eru auðvitað að reyna að halda sér uppi. Það er enn dálítið bil á þarna milli. Þeir líta út langtímum saman eins og fyrstu deildarlið.“

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging



Fleiri fréttir

Sjá meira


×