Körfubolti

Stjarnan í vandræðum: „Það vantar eitthvað í þetta lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Farið yfir málin í gær.
Farið yfir málin í gær. vísir/skjáskot
Stjarnan hefur verið í vandræðum í Dominos-deild karla upp á síðkastið en liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Domino's Körfuboltakvöld ræddi gengi Stjörnunnar.

Flestir spáðu Stjörnunni virkilega góðu gengi í deildinni í vetur enda liðið með afar sterkan leikmannahóp en gengi liðsins hefur ekki verið eftir væntingum.

„Mér fannst þetta vera mjög stór leikur fyrir klúbbinn og mér fannst þeir skynja það. Þeir koma mjög vel undirbúnir inn í þennan leik og áttu í raun að vinna hann. Þeir fengu mýmörg tækifæri til þess,“ sagði Kristinn Friðriksson.

„Það vantar eitthvað í þetta lið. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst eitthvað vanta til þess að klára þessa leiki. Sókn liðsins á hálfum velli er ekki góð.“

Umræðuna í heildinni má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Stjörnuna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×