Handbolti

Oddur og Ragnar markahæstir í sigrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar skoraði sex mörk í kvöld.
Ragnar skoraði sex mörk í kvöld. vísir/vilhelm
Oddur Grétarsson spilaði frábærlega er Balingen vann fimm marka sigur á HSC 2000 Coburg, 31-26, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik 16-16 en heimamenn í Balingen þéttu varnarleikinn og eru með sigrinum komnir upp að hlið TuSEM Essen og Coburg á toppi B-deildarinnar.

Oddur átti frábæran leik en hann skoraði tíu mörk í leiknum og var markahæsti leikmaður Balingen í leiknum. Sex mörk Oddar komu af vítapunktinum í leiknum.

Ragnar Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Hüttenberg sem vann sex marka sigur á HSV Hamburg, 31-25, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik 20-8.

Aron Rafn er enn á meiðslalistanum hjá HSV sem er í fjórtánda sæti deildarinnar en Hüttenberg er í níunda sætinu eftir sigur dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×