Handbolti

Guðmundur: Þurfti aðeins að róa liðin en svona á þetta að vera

Gabríel Sighvatsson skrifar
Guðmundur var ánægður í kvöld.
Guðmundur var ánægður í kvöld. vísir/bára
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var í skýjunum með stigin tvö sem Fram fékk gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld.

„Ég er himinlifandi, mjög flott. Eins og ég sagði eftir síðasta leik, það er stígandi í mínu liði og við erum að uppskera, allir áttu góðan leik í dag. Fín markvarsla, fín vörn, þá fáum við tvö stig.“

Þetta var hörkuleikur í kvöld og hvorugt liðið gaf tommu eftir.

„Ég var ekkert rólegur fyrr en mínúta var eftir. Þetta var aldrei búið fyrr en það var flautað af. Þeir eru með hörku mannskap eins og þeir hafa sýnt og við ætluðum að skilja allt eftir á gólfinu í dag sem mínir menn gerðu. Þeir svöruðu kallinu og fá tvö stig.“

Aðspurður hver væri lykillinn að sigri í kvöld var svarið einfalt.

„Vörn og markvarsla, tvímælalaust. Við fengum bæði í dag og þá vinnum við.“

Það var hart barist og mikill hiti í leiknum en þannig vilja menn hafa þetta.

„Miklar tilfinningar og þetta var æðislega gaman. Það þurfti aðeins að róa liðin en svona á þetta að vera. Þegar allir eru á tánum þá er alveg sama hverjum maður skiptir inn á eða út af, það mæta allir ferskir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×