Segir nokkra á Íslandi hafa fyrirfarið sér vegna skjáfíknar Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur,. Vísir Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fullyrðir að nokkrir sem sóttu meðferð hjá honum hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar. Þetta segir hann í þættinum Sítengd sem er sýndur í ríkissjónvarpinu. „Ég hef verið að vinna með einstaklingum sem hafa endað á því að taka eigið líf. Þeir voru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Sem betur fer hafa þeir ekki verið margir. En það hefur endað þannig,“ er haft eftir Eyjólfi á vef Ríkisútvarpsins. Eyjólfur er sagður hafa sérhæft sig í meðhöndlun á fólki með tölu- eða skjáfíkn. Hann segir flesta sem leita sér hjálpar á Íslandi vera á aldrinum 15 til 25 ára. Hann segir þessa einstaklinga þroskast hægar en jafnaldra sína þar sem þeir taki ekki þátt í lífinu eins og aðrir. Hann segir þessa einstaklinga fasta í vítahring þar sem þeir upplifa tölvuna sem einhverskonar bjargvætt frá depurð og miklu þunglyndi. Tilhugsunin að fara frá tölvunni jafngildi því að deyja. „Þegar það verður raunin, þá sjáum við oft einstaklinga fara yfir það að pissa í flöskur og kúka í kassa jafnvel. Þeir bara stíga ekki upp frá tölvunni því að tilhugsunin er, ef ég stíg upp frá tölvunni þá langar mig ekki að vera til lengur,“ er haft eftir Eyjólfi.Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Eyjólf í sumar þar sem hann sagðist hafa þjónustað um 3.000 skjólstæðinga vegna tölvufíknar. Hann sagðist þá þekkja dæmi þess að börn hafi hótað að svipta sig í lífi í hvert sinn sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fullyrðir að nokkrir sem sóttu meðferð hjá honum hafi svipt sig lífi vegna skjáfíknar. Þetta segir hann í þættinum Sítengd sem er sýndur í ríkissjónvarpinu. „Ég hef verið að vinna með einstaklingum sem hafa endað á því að taka eigið líf. Þeir voru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Sem betur fer hafa þeir ekki verið margir. En það hefur endað þannig,“ er haft eftir Eyjólfi á vef Ríkisútvarpsins. Eyjólfur er sagður hafa sérhæft sig í meðhöndlun á fólki með tölu- eða skjáfíkn. Hann segir flesta sem leita sér hjálpar á Íslandi vera á aldrinum 15 til 25 ára. Hann segir þessa einstaklinga þroskast hægar en jafnaldra sína þar sem þeir taki ekki þátt í lífinu eins og aðrir. Hann segir þessa einstaklinga fasta í vítahring þar sem þeir upplifa tölvuna sem einhverskonar bjargvætt frá depurð og miklu þunglyndi. Tilhugsunin að fara frá tölvunni jafngildi því að deyja. „Þegar það verður raunin, þá sjáum við oft einstaklinga fara yfir það að pissa í flöskur og kúka í kassa jafnvel. Þeir bara stíga ekki upp frá tölvunni því að tilhugsunin er, ef ég stíg upp frá tölvunni þá langar mig ekki að vera til lengur,“ er haft eftir Eyjólfi.Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Eyjólf í sumar þar sem hann sagðist hafa þjónustað um 3.000 skjólstæðinga vegna tölvufíknar. Hann sagðist þá þekkja dæmi þess að börn hafi hótað að svipta sig í lífi í hvert sinn sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira