Handbolti

Martha kölluð inn í landsliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martha Hermannsdóttir
Martha Hermannsdóttir S2 Sport
Martha Hermannsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í handbolta fyrir komandi leiki í forkeppni heimsmeistaramótsins 2019.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir meiddist í vináttuleik Íslands og Noregs í síðustu viku og þarf því að draga sig úr hópnum. Axel Stefánsson kallaði á Mörthu til þess að koma inn í hennar stað.

Martha hefur farið á kostum með nýliðum KA/Þór í Olísdeild kvenna í vetur og er næst markahæst í deildinni á eftir Hrafnhildi Hönnu.

Hin 35 ára gamla Martha á engan A-landsliðsleik að baki.

Ísland leikur um næstu helgi þrjá leiki við Tyrki, Makedóníu og Aserbaísjan í forkeppni HM 2019. Leikirnir verða allir leiknir í Makedóníu og byrjar Ísland gegn Tyrkjum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×