Hafa áhyggjur af því að veip sé farið að leiða til grasreykinga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 19:00 Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Magnús Þór Jónsson , formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir skólastjórnendur hafa áhyggjur af því að rafrettunotkun barna sé farin að leiða af sér aðra áhættuhegðun, svo sem grasreykingar. Það þurfi að taka á þeirri rafrettubylgju sem herjar nú yfir. Magnús Þór segir að skólastjórnendur hafi fyrst lýst áhyggjum sínum af rafrettunotkun barna- og unglinga fyrir um tveimur árum. „Og hversu einfalt það virtist vera fyrir börn að nálgast hana,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt rannsókn um lýðheilsu ungs fólks sem nýlega var unnin var af rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum og greiningu höfðu rúm 45 prósent 10. bekkinga á landinu einhvern tímann prófað rafrettur. Ellefu prósent 10. bekkinga notuðu rafrettur daglega.Magnús Þór JónssonFormaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík„Það eru auðvitað bara sláandi tölur og eitthvað sem við höfum ekki séð varðandi önnur vímuefni í áratug,“ segir Magnús sem segir ástandið slæmt. „Við greinum það í umhverfi okkar að við erum að eiga við ákveðna áhættuhegðun í öðrum þáttum sem við þurfum auðvitað að horfa til,“ segir Magnús Þór og útskýrir að þannig sé tilfinning skólastjórnenda að börn sem noti rafréttur séu orðin markhópur þeirra sem laumi að þeim öðrum efnum. „Að þetta hafi leitt krakka út í einhverskonar grasreykingar og aðra hluti sem við höfum ekki orðið vör við í langan tíma,“ segir Magnús Þór. Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka hins vegar ekki gildi fyrr en þann 1. mars 2019 næstkomandi.Magnús segir að börn allt niður í 6 bekk fikti við rafrettur. Hins vegar sé það mun algengara í unglingadeildunum en eins og áður sagði höfðu rúm 45 prósent 10 bekkinga prófað rafrettur. „Þegar þú ert kominn með svona stóran fikthóp að þá erum við að tala um bylgju sem við vorum ekki nægilega undirbúin fyrir og verðum auðvitað sem samfélag að taka á,“ segir Magnús Þór.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00 Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00 Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Segja rafrettu-æði unglinga áhyggjuefni Notkun ungmenna á rafrettum hefur aukist umtalsvert. Stærstur hluti grunnskólanema sem nota rafrettur notaði ekki tóbak áður. Deildarstjóri hjá frístundamiðstöð og verkefnastjóri hjá Landlækni hafa áhyggjur af þróuninni. 3. júlí 2018 06:00
Rafrettur notaðar til að neyta kannabisefna Nær helmingur þeirra sem koma á Vog og neyta kannabis reglulega hafa fiktað við að setja kannabisolíu í rafrettur. 2. ágúst 2018 19:00
Læknar vilja rafrettur úr sölu Læknafélag Íslands skorar á yfirvöld að stöðva tafarlaust sölu á rafrettum, eftir því fyrirkomulagi sem nú er, ella sé árangri Íslands á heimsmælikvarða í minnkun reykinga barna stefnt í hættu 13. nóvember 2018 07:30