Enski boltinn

Silva rétti Gylfa lyklana að Everton rútunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu á laugardaginn.
Gylfi fagnar markinu á laugardaginn. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er á frábærum stað og er að stýra Everton-liðinu eins og rútubílstjóri. Þetta sagði Reynir Leósson í Messunni á sunnudagskvöldið.

Messan gerði upp umferðina og var að sjálfsögðu fjallað um Gylfa sem skoraði eina mark Everton í 1-0 sigri gegn Cardiff en Gylfi hefur farið á kostum á tímabilinu.

„Ég vil hrósa Silva að hann rétti Gylfa lyklana af Everton-rútunni og hann stýrir þessu. Hann er maðurinn og það leita allir til hans,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðingur Messunnar.

„Gylfi æfði ekki fótbolta fyrr en daginn fyrir leik og það var óvíst hvort að hann myndi spila en samt var hann mættur þarna, yfirburðarmaður.“

„Ég held að þeim þjáfurum sem beri gæfa til þess að gera hann að aðalmanninum í sínu liði og það ber ávöxt,“ en gæti Gylfi ekki farið í topp fjögur klúbb?

„Ég held að hann sé á frábærum stað. Hann er frábær með þennan stjóra en það gæti gerst. Hann fær örugglega enn einn góða samninginn. Það er komið lið sem passar honum.“

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan: Umræða um Gylfa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×