Menning

Bjarni Gunnarsson hlaut Ísnálina

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ísnálin er veitt ár hvert fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Íslensku þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.
Ísnálin er veitt ár hvert fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Íslensku þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Aðsend mynd
Þýðandinn Bjarni Gunnarsson hlaut í kvöld Ísnálina fyrir glæpasöguna Sonurinn eftir norska glæpasagnahöfundinn Jo Nesbø. Bjarni tók við verðlaununum á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem fór fram í Iðnó í kvöld.

Ísnálin er veitt ár hvert fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku þar sem saman fara góð þýðing og góð saga.

Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt og í annað sinn sem Nesbø og Bjarni hljóta verðlaunin en árið 2015 hlutu þeir Ísnálina fyrir glæpasöguna Blóð í snjónum.

Dómnefndina skipa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kolbrún Bergþórsdóttir menningarrýnir og blaðamaður, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Að Ísnálinni standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×