Enski boltinn

Hazard: Chelsea á ekki möguleika á titlinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hazard í leiknum við Tottenham
Hazard í leiknum við Tottenham vísir/getty
Eden Hazard segir Chelsea ekki eiga möguleika á Englandsmeistaratitlinum eftir tapið fyrir Tottenham um helgina.

Hazard spilaði allan leikinn fyrir Chelsea sem tapaði 3-1 á Wembley. Tapið sendi Tottenham upp fyrir Chelsea í töflunni og sitja Hazard og félagar því nú í fjórða sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Við erum bara að hugsa um að enda í einu af fjórum efstu sætunum, ekki um Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Hazard sem varð meistari með Chelsea vorið 2017.

„Við vitum að City-liðið er ekki miklu betra en við, en þeir eru betri í augnablikinu. Þeir eru betri á mörgum sviðum, halda boltanum betur og skora þegar þeir fá færi. Þeir eru líklega líka betri varnarlega.“

„Þeir eru með stöguleika, vinna leik eftir leik. Það er mikill skriðþungi með þeim frá því á síðasta ári og við þurfum að komast á þann stað aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×