Fótbolti

Klopp vill refsingar fyrir brot á fjármálareglum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp er að gera góða hluti með Liverpool.
Jürgen Klopp er að gera góða hluti með Liverpool. Vísir/Getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill sjá UEFA refsa félögum sem brjóta fjármálareglur sambandsins.

Í vikunni birti þýska blaðið Der Spiegel röð greina þar sem hulunni var svipt af meintum svikum Manchester City sem ef reynast sönn eru klár brot á reglum UEFA um sangjarna fjármálahegðun.

Paris Saint-Germain var einnig nefnt í greinum Der Spiegel. Franska liðið er í riðli með Liverpool í Meistaradeild Evrópu og var Klopp spurður út í málið á blaðamannafundi. Hann sagðist ekki hafa lesið greinar Der Spiegel en sagði þó sína skoðun.

„Það sem ég get sagt er að reglurnar eru af hinu góða,“ sagði Þjóðverjinn.

„En ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að fyrst reglurnar eru þarna á annað borð þá verður að gera eitthvað þegar þær eru brotnar. Ég veit ekki hvað gerist núna.“

„Ef það er eitthvað í ólagi þá þarf einhver að gera eitthvað í því, það er allt sem ég get sagt því ég veit ekkert um greinina sjálfa.“

Liverpool sækir PSG heim í Meistaradeildinni þann 28. nóvember.


Tengdar fréttir

Man. City var með hernaðaráætlun um hvernig væri best að svindla

Þýski miðillinn Der Spiegel heldur áfram að uppljóstra um leynimakk eigenda Man. City í dag sem meðal annars notuðu leifarnar af Kaupþing í Lúxemborg til þess að hylma yfir skipulagt svindl félagsins svo það lenti ekki í vandræðum gagnvart UEFA.

Hinir ríku ráða fótboltaheiminum

Í lokagrein Der Spiegel um Man. City er farið yfir hvernig félagið getur náð yfirburðastöðu í fótboltaheiminum þökk sé djúpum vösum eigenda félagsins. Félagið sé einfaldlega í stöðu sem flest önnur lið geti ekki keppt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×