Enski boltinn

Birkir horfði á liðsfélagana vinna örugglega

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir hefur verið að glíma við meiðsli
Birkir hefur verið að glíma við meiðsli vísir/getty
Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa þegar liðið lagði Derby á útivelli í ensku Championship deildinni.

Eftir markalausan fyrri hálfleik setti Villa þrjú mörk á tíu mínútum og batt enda á sex leikja sigurgöngu Derby.

John McGinn skallaði boltann í markið á 74. mínútu og lagði upp mark Tammy Abraham fjórum mínútum síðar. Á 84. mínútu átti Conor Hourihane glæsilegt skot úr aukaspyrnu sem endaði í netinu og tryggði sigurinn.

Jón Daði Böðvarsson er meiddur og var því ekki í hóp Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Ipswich. Yakou Meite tryggði Reading stig með skallamarki á 84. mínútu eftir að gestirnir í Ipswich höfðu leitt nær allan leikinn.

Gwion Edwards kom Ipswich yfir á fyrstu mínútum leiksins en Meite jafnaði leikinn fyrir Reading skömmu síðar. Á 11. mínútu komust gestirnir aftur yfir með marki Freddie Sears.

Eftir markaregnið á opnunarmínútunum urðu mörkin ekki fleiri fyrr en Meite jafnaði metin undir lokin. Liðin deildu því stigunum sín á milli í fallslag, Ipswich situr í fallsæti en Reading er fimm stigum ofar með 16 stig eins og þrjú önnur lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×