Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í forseta ASÍ sem telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði óábyrga og ranga. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar.

Þá kíkjum við á fund Eflingar þar sem rætt var að tímabundnar ráðningar hafi færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur oftast ekki fyrir. Sviðsstjóri Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem er orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum.

Við heyrum frá Íslendingum sem sem tóku þátt í leit að tólf ára gömlum dreng með Downs-heilkenni í bænum Falkenberg í Svíþjóð í vikunni. Yfir þrjú þúsund sjálfsboðaliðar tóku þátt í leitinni að að drengnum sem fannst látinn í gær.

Við fylgjumst með því þegar sementflutningaskipið Fjordvik var dregið af strandstað í Helguvík í gær og ræðum við hafnsögumanninn sem var um borð þegar skipið strandaði fyrir viku.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×