Fótbolti

Fyrri Superclasico frestað vegna veðurs

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í kvöld
Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í kvöld Vísir/Getty
Fyrri leik Superclasico, viðureign argentísku risanna og erkifjendanna Boca Juniors og River Plate í úrslitum Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku hefur verið frestað vegna veðurs.



Fyrri úrslitaleikur liðanna átti að fara fram í kvöld á La Bombonera, heimavelli Boca Juniors.



Gríðarleg eftirvænting er fyrir viðureign þessara liða en liðin eru einhverjir hatrömmustu erkifjendur fótboltans.



Bæði lið koma frá höfuðborg Argentínu, Buenos Aires og er rígurinn á milli liðanna gríðarlegur.



Viðureign liðanna er kölluð Superclasico en aldrei hafa liðin mæst á jafn stóru sviði.



Leikurinn hefur verið færður fram á morgundaginn en seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli River Plate 24. nóvember.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×