Innlent

Slökkviliðsmenn á Selfossi bjarga manneskju úr brennandi íbúð

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu skömmu fyrir miðnætti. Einn var í búðinni og var honum bjargað út af reykköfurum
Útkall barst Brunavörnum Árnessýslu skömmu fyrir miðnætti. Einn var í búðinni og var honum bjargað út af reykköfurum Vísir
Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Selfossi skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu ásamt sjúkraliði og lögreglu voru sendir á vettvang.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að þegar slökkviliðsmenn hafi komið á vettvang hafi eldur logað í íbúð á þriðju hæð í húsinu. Staðfest var að einn væri í íbúðinni og fóru reykkafarar inn og björguðu honum út.

Sá sem var bjargað var fluttur á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar.

Slökkviliðsmenn hafa slökkt allan eld í búðinni og vinna nú að reykræstingu. Upptök eldsins eru ókunn en lögregla rannsakar tildrög hans.

Mikið lið viðbragðsaðila var sent á vettvang en eldurinn kom upp í íbúð við Álftarima á SelfossiVísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×