Enski boltinn

Emery vill ekki kaupa inn mann í stað Welbeck

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Welbeck var borinn af velli á fimmtudag
Welbeck var borinn af velli á fimmtudag vísir/getty
Arsenal neyðist ekki til þess að kaupa til sín nýjan leikmann í janúar þrátt fyrir meiðsli Danny Welbeck segir Unai Emery.

Welbeck meiddist í leik Arsenal og Sporting Lisbon í Evrópudeildinni á fimmtudag og er óttast að hann sé ökklabrotinn og verði frá það sem eftir er tímabilsins.

Meiðsli Welbeck þýða að einu framherjar Arsenal eru Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang. Emery vill þó ekki versla í janúar heldur frekar leita í varalið og unglingastarf félagsins.

„Fyrsti valkostur er að horfa innan klúbbsins. Við erum með framherja sem er að spila vel fyrir U23 liðið, Eddie Nketiah, og hann gæti fengið einhver tækifæri,“ sagði Emery.

„Mér finnst of snemmt að tala um að versla í janúar.“

Nketiah er 19 ára og hefur raðað inn mörkum fyrir U23 lið Arsenal síðustu ár, hann er með sex mörk í sjö leikjum á þessu tímabili. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal á síðasta ári og skoraði bæði mörk Arsenal í sigri á Norwich í deildarbikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×