Handbolti

Stefán Rafn í sigurliði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk í Íslendingaslag
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk í Íslendingaslag vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson og félagar í ungverska liðinu Pick Szeged sigruðu Íslendingaslaginn gegn Skjern í Meistaradeild Evrópu. Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson leika með Skjern.



Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en um miðbik fyrri hálfleiks náðu Skjern þriggja marka forystu.



Szeged náði aðeins að laga stöðuna áður en kominn var hálfleikur en Skjern leiddi með einu marki í hálfleik, 15-14.



Szeged byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og um miðbik seinni hálfleiks leiddi Szeged með fjórum mörkum.



En þá tók við góður kafli hjá Skjern og jöfnuðu þeir leikinn í 25-25 þegar um sjö mínútur voru til leiksloka.



Það voru hins vegar Ungverjarnir sem voru sterkari á lokamínútunum og sigruðu þeir leikinn 29-26.



Szeged er í góðri stöðu í öðru sæti B-riðils Meistaradeildarinnar á eftir stórliði PSG. Skjren er í fimmta sæti en mikil barátta er um þriðja sæti riðilsins.



Stefán Rafn átti fínan leik fyrir Szeged en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum.



Hjá Skjern var Björgvin Páll með 28% markvörslu en hann varði fimm skot í leiknum. Tandri Már komst ekki á blað hjá Skjern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×