Fótbolti

Arnór skoraði sitt fyrsta mark í rússnesku deildinni í sigri á toppliðinu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnór skoraði sitt fyrsta mark í rússnesku úrvalsdeildinni í dag
Arnór skoraði sitt fyrsta mark í rússnesku úrvalsdeildinni í dag Vísir/Getty
Arnór Sigurðsson var á skotskónum annan leik sinn í röð með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu í dag.



Arnór og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu er liðið fékk topplið Zenit í heimsókn.



Arnór skoraði í Meistaradeildinni gegn Roma í síðasta leik og hann var aftur á skotskónum í dag.



CSKA komst yfir eftir stundafjórðungs leik en Arnór tvöfaldaði forystu CSKA á 26. mínútu og reyndist mark Arnórs vera sigurmark leiksins.



Arnór var tekinn af velli í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn.



Síðasta vika hefur verið stórkostleg hjá Arnóri. Hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í vikunni, var svo valinn í fyrsta sinn í A-landsliðshóp Íslands og nú fyrsta markið hans í rússnesku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×