Enski boltinn

Mourinho: Tölfræði er fyrir þá sem skilja ekki fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho
Mourinho vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gefur lítið fyrir þá sem rýna í tölfræði fótboltaleikja og segir það merki um fólk sem skilur ekki fótbolta.

United tapaði fyrir nágrönnunum í Manchester City í gær 3-1 og er nú tólf stigum frá City sem situr á toppi deildarinnar. Jafn langt er niður í Cardiff sem er í fallsæti.

Anthony Martial átti eina skot United á markrammann í leiknum, það kom úr vítaspyrnu sem hann skoraði úr.

„Ég held að við föllum ekki,“ sagði Mourinho þegar hann var spurður út í þessa tölfræðiþætti eftir leikinn.

„Þegar ég fer yfir leikinn í dag þá horfi ég ekki á tölfræðina. Það er leiðin sem fólk sem skilur ekki fótbolta notar, tölfræði.“

„Ég horfi ekki í tölfræði. Ég horfi á hvernig mér leið að horfa á leikinn og við vorum inni í leiknum þar til á 80. mínútu. Svo frammistaða míns liðs var frammistaða með mistökum. Það er annað en slæm frammistaða.“

„Við gerðum mistök og okkur var refsað fyrir það en frammistaðan, hugarfarið, samstaðan, trúin og baráttan allt til enda var eitthvað sem við byggjum á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×