Dýrðardagar hjá Dýrlingunum | Brady og félagar töpuðu óvænt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:00 Hlaupararnir Alvin Kamara og Mark Ingram hjá New Orleans Saints fagna í gær. Vísir/Getty New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20 NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira