Stafrænar heilbrigðislausnir gætu sparað umtalsverða fjármuni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Notkun stafrænnar heilbrigðisþjónustu til að fyrirbyggja lífstílstengda sjúkdóma gæti sparað hundruð þúsunda á hvern einstakling í heilbrigðiskerfinu. Kjöraðstæður eru hér á landi til að þróa þennan möguleika en að svo stöddu reynist auðveldara að bjóða þjónustuna erlendis að sögn framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækis. Um það bil þriðji hver Íslendingur glímir við sykursýki á einhverju stigi en Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins SideKick Health, segir að með stafrænum lausnum sé með auðveldum hætti hægt að lækka hlutfallið. „Hvort sem það tengist sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, streitu og svo framvegis og þetta hefur áhrif mjög víða. Hjá fyrirtækjum hefur þetta áhrif á fjarvistir og framleiðni og það hefur verið metið að allt að þrjátíu dagar tapist hjá hverjum starfsmanni á ári í framleiðni, veikindum og slíku útaf lífstílstengdum þáttum. Þannig að við höfum verið að vinna með fyrirtækjum í að tækla þetta með tækninni,“ segir Tryggvi. Stafrænar lausnir geti jafnvel dregið úr lyfjanotkun. „Ég upplifði það um leið og ég útskrifaðist sem læknir og fór að vinna þannig að ég var alltaf að skrifa út lyf við einhverju sem hafði mjög sterka lífstílstengingu. Hvort sem það var lyf til að lækka blóðþrýsting eða blóðfitur eða annað. En lyfin þau virka náttúrlega vel en þau gera ekkert annað en að slá á einkennin, þau taka ekkert á rótum vandans. Þannig ég upplifði þetta þannig að ég væri alltaf að slökkva elda sem hefði mátt fyrirbyggja," útskýrir Tryggvi. Hann segir að hér á landi megi gera betur þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu. „Það hefur verið miklu auðveldara fyrir okkur að koma vörunni á markað erlendis heldur en á heimamarkaði bara af því að þennan ramma vantar,“ segir Tryggvi. „Það er mikill áhugi hjá heilbrigðiskerfinu, til dæmis heilsugæslu og Landspítala, fyrir að nýta svona lausnir en það er bara miklu auðveldara að fá greiðsluþátttöku og allur ramminn miðar að því að kaupa fleiri lyf.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira