Enski boltinn

Messan um VAR: Þarf að koma helst strax í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mitrovic, leikmaður Fulham númer tvö talið ofan frá, er með hendina fyrir innan línuna en ekki mikið meira.
Mitrovic, leikmaður Fulham númer tvö talið ofan frá, er með hendina fyrir innan línuna en ekki mikið meira. s2 sport
Fulham tapaði fyrir Liverpool 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. 14 sekúndum áður en Liverpool skoraði fyrra markið kom Fulham boltanum í netið en markið var dæmt af.

Aleksandar Mitrovic var dæmdur rangstæður en endursýningar sýna að sú ákvörðun var mjög tæp, ef ekki hreinlega röng.

Atvikið hefur fengið marga til þess að kalla eftir myndbandstækni í ensku úrvalsdeildina. Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport ræddu þessa ákvörðun í gær.

„Þetta er ótrúlega stór ákvörðun sem hann tekur þarna. Svona ákvörðun féll gegn Liverpool í síðustu umferð. En málið er það að fyrir þessa línuverði og dómara þá er flaggið miklu léttara upp þegar vafaatriði dettur á lið sem menn spá því að myndi falla,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Það eru nokkrir þverhausar á móti VAR, Guðmundur Benediktsson er einn þverhaus og svo eru til einn eða tveir aðrir. En þetta þarf bara að koma í boltann strax, helst í dag.“

„Þetta er óþolandi því það er hægt að laga þetta og hafa þessar ákvarðanir réttar.“

„Ef það hefði verið VAR þarna, þá hefði Salah aldrei farið upp hinu megin og skorað,“ bætti Ólafur Ingi Skúlason við. „Ég skil ekki eftir hverju er verið að bíða.“

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Messan: VAR í enska boltann strax í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×