Enski boltinn

Manchester United er eina liðið í mínus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku og félagar í Manchester United eru 12 stigum á eftir Manchester City eftir fyrstu 12 umferðir tímabilsins.
Romelu Lukaku og félagar í Manchester United eru 12 stigum á eftir Manchester City eftir fyrstu 12 umferðir tímabilsins. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, stendur nú í skotlínuninni eftir dapra frammistöðu hans manna í nágrannaslagnum á móti Manchester City um helgina.

Gagnrýnendur hafa oftar en ekki furðað sig á ranghugmyndum Mourinho um gæði spilamennsku síns liðs en portúgalski stjórinn hlustar ekki mikið á það.

Mourinho gerði meðal annars lítið úr þeim sem nota tölfræði til að sýna varfærnislegan og bitlausan sóknarleik United-liðsins.

Það er hinsvegar ein einföld tölfræði sem segir kannski meira en mörg orð og hana má sjá í stigatöflu deildarinnar.

Eftir leiki helgarinnar er Manchester United eina liðið í efri hluta deildarinnar (af 10) sem er í mínus í markatölu eftir tólf leiki.

Markatala United er 20-21 eða mínus eitt mark. Manchester City liðið er með 32 mörk í forskot á United þegar kemur að maratölu en markatala City-liðsins er 36-5.

Liðin í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og markatalan:

1. Man City    +31     (32 stig)

2. Liverpool    +18     (30 stig)

3. Chelsea    +19     (28 stig)

4. Tottenham    +10     (27 stig)

5. Arsenal    +11     (24 stig)

6. Bournemouth    +5     (20 stig)

7. Watford    +3     (20 stig)

8. Man Utd    -1     (20 stig)

9. Everton    +4     (19 stig)

10. Leicester    +1     (17 stig)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×