Enski boltinn

Sjáðu mörkin á ofurdeginum í enska boltanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var risadagur í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fjögur af fimm efstu liðunum voru í eldlínunni og það var stórleikur á Etihad þegar Manchester-liðin mættust.

Manchester City vann 3-1 sigur á grönnum sínum í United og situr á toppi deildarinnar. United átti bara eitt skot á markið í leiknum og kom það úr vítaspyrnu.

Liverpool vann öruggan sigur á Fulham en leikurinn hefði getað endað allt öðruvísi ef mark Aleksandar Mitrovic hefði ekki verið dæmt af vegna rangstöðu í stöðunni 0-0, ákvörðun sem er mjög umdeild.

Chelsea og Everton skildu jöfn í markalausu jafntefli þar sem helstu fréttirnar fyrir Íslendinga eru þær að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist eftir grófa tæklingu frá Jorginho. Enn á eftir að koma í ljós hver alvarleiki meiðslanna sé.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við nýliða Wolves þar sem Henrikh Mkhitaryan bjartaði stigi fyrir Arsenal.

Allt það helsta úr leikjunum má sjá í samantektarmyndbandinu hér í fréttinni.



Klippa: FT Manchester City 3 - 1 Manchester Utd




Klippa: FT Liverpool 2 - 0 Fulham




Klippa: FT Chelsea 0 - 0 Everton




Klippa: FT Arsenal 1 - 1 Wolves



Fleiri fréttir

Sjá meira


×