Fótbolti

Dómarinn endaði tvíkjálkabrotinn á sjúkrahúsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dómari í leik. Myndin tengist fréttinni ekki.
Dómari í leik. Myndin tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty
Mikil umræða er um öryggi knattspyrnudómara á Bretlandseyjum eftir að leikmenn gengu í skrokk á dómara í írska fótboltanum um helgina.

Dómarinn heitir Daniel Sweeney og er þessa stundina að jafna sig af meiðslum sínum á sjúkrahúsi en hann lenti í því að það var ráðist á hann eftir leik.

Sweeney var að dæma leik í áhugamannadeild á Írlandi sem heitir Combined Counties League. Leikmennirnir sem um ræðir tóku saman spila fyrir lið Mullingar Town og þeir sátu fyrir dómaranum eftir leikinn.  





Leikmennirnir tvíkjálkabrutu Daniel Sweeney og hann hlaut margskonar önnur meiðsli eftir barsmíðarnar.

Lögreglan er komin í málið og mun rannsaka það betur. Leikmennirnir eiga því von á kæru fyrir líkamsárás en fótboltaferillinn þeirra er einnig í hættu.

Sean Montgomery, stjórnarformaður Combined Counties League, hefur kallað eftir því að árásamennirnir verður dæmdir í ævilangt bann frá skipulögðum fótbolta.

„Daniel er mjög góður dómari. Mér var sagt að þetta hafi verið góður fótboltaleikur og að Mullingar hafi unnið hann 3-1. Það er það sem er skrýtið við þetta allt saman,“ sagði Sean Montgomery.

Já það fylgir sögunni að Mullingar Town liðið vann leikinn. Leikmennirnir  voru því ekki tapsárir.

Daniel Sweeney er kjálkabrotinn báðum megin, hann er líka með brotið brein fyrir ofan augað og það þurfti auk þess að sauma nokkur spor í nefið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×