Innlent

Beint útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við áfram með hamförunum sem eiga sér stað í Kaliforníu en skógar- og kjarreldarnir sem þar geisa eru þeir verstu í sögu ríkisins. á fjórða tug eru látnir og fleiri en þrjú hundruð saknað. Íslendingar sem búa á slóðum hamfaranna segja aðstæður hrikalegar.

Þýskur banki hyggst opna netbanka á Íslandi undir lok ársins. Íslensku bankarnir fagna aukinni samkeppni en framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hvetur íslensk stjórnvöld til að yfirfara lögin um fjármálafyrirtæki.

Við rýnum í að framleiðni á Íslandi hafi verið aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Nú er Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið.

Þúsund manns eru á biðlista eftir endurhæfingu á Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega.

Íslenskur prestur talar opinskátt um sjálfsvíg og harða framgöngu handrukkara, í útförum fólks sem hefur tekið sitt eigið líf. Hann segir mikilvægt að svipta hulunni af hörðum veruleika.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×