Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes. Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes.
Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira