Handbolti

Sex íslensk mörk og Álaborg á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg.
Janus í leik með Álaborg. vísir/getty
Íslendingaliðið Álaborg hafði betur gegn Árósum, 27-23, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingarnir áttu fínan leik.

Álaborg var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11, og létu þá forystu aldrei af hendi í síðari hálfleik. Sigurinn nokkuð öruggur að lokum.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr fimm skotum en hann var með eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur úr sex skotum og gaf fjórar stoðsendingar.

Álaborg er á toppinum í Danmörku, tveimur stigum á undan Bjerringbro-Silkeborg, sem getur jafnað Álaborg á fimmtudaginn er þeir spila við SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×