Enski boltinn

Harry Kewell rekinn eftir aðeins tíu vikur í starfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kewell.
Harry Kewell. Vísir/Getty
Harry Kewell er ekki búinn að vera lengi í starfi en hann þurfti að daga pokann sinn í dag. Notts County rak þá þennan ástralska knattspyrnustjóra sinn.

Harry Kewell er þekktastur fyrir knattspyrnuferil sinn þar sem hann spilaði annars lengi með bæði Leeds United og Liverpool. Hann hefur verið að reyna sig í knattspyrnustjórastarfinu undanfarin ár en er nú orðinn atvinnulaus.





Kewell var stjóri Crawley Town á síðasta tímabili en tók við liði Notts County 31. ágúst síðastliðinn. Þessi lið eru einmitt erfifjendur í ensku d-deildinni.

Harry Kewell fékk hinsvegar aðeins tíu vikur og fjórtán leiki sem stjóri Notts County. Liðið vann aðeins 3 af þessum 14 leikjum eða 21 prósent leikjanna.

Kevin Nolan var stjóri á undan Kewell og hélt starfinu frá janúar 2017 til ágústs 2018. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum þar sem Notts County skiptir tvisvar um stjóra á sama almanaksári en það hefur nú gerst 2015, 2016 og 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×