Viðskipti innlent

Svisslendingar eyða langmest hér á landi

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Svisslendingar dvelja að meðaltali 6,1 degi hér á landi.
Svisslendingar dvelja að meðaltali 6,1 degi hér á landi. vísir/vilhelm
Alls heimsóttu 30.200 Svisslendingar Ísland á síðasta ári og að meðaltali eyddi hver þeirra 292 þúsund krónum. Til samanburðar var meðalneysla á erlendan ferðamann um 154 þúsund krónur. Svisslendingar hafa trónað á toppnum hvað neyslu varðar síðustu ár en þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Á síðasta ári voru Danir með næstmestu neysluna, eða 185 þúsund króna meðal útgjöld á hvern ferðamann, sem segir að Svisslendingar eyddu 58 prósent meira. Neysla þeirra sex þjóða sem koma þar á eftir er frá 163 til 185 þúsund.

Dvelja mun lengur á landinu

Líklega má skýra mikla neyslu Svisslendinga af dvalarlengd þeirra en þeir verja að meðaltali 6,1 degi hér á landi. Til samanburðar var meðaldvalarlengd þeirra 16 þjóða, sem taldar eru sérstaklega inn í landið, 3,5 dagar og meðaldvöl Svisslendinga því 72 prósent lengri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×