Enski boltinn

28 ára yfirmaður knattspyrnumála látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Rowan.
Robert Rowan. Mynd/Twitter/Brentford FC
Skelfilegar fréttir um örlög manns í blóma lífsins sem hafði unnið sig upp í ábyrgðarmikið starf hjá ensku b-deildarliði.

Robert Rowan, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska félaginu Brentford, er látinn. Hann var aðeins 28 ára gamall.

Robert Rowan tók við starfinu í febrúar en hann var áður í öðru líku starfi hjá félaginu í þrjú og hálft ár. Rowan var mikils metinn hjá Brentford en liðið er nú í 15. sæti ensku b-deildarinnar.





Á tíma sínum hjá Brentford þá var Robert Rowan lykilmaðurinn á bak við þá ákvörðun að loka knattspyrnuakademíu félagsins og stofna frekar varalið.

Rowan var aðeins 24 ára gamall þegar hann kom til starfa hjá Brentford árið 2014.

Robert Rowan var frá Skotlandi en hann vann áður hjá Stenhousemuir og hafði líka starfað sem njósnari og fótboltagreinandi hjá bæði Celtic og skoska knattspyrnusambandinu.

„Allir hjá félaginu eru miður sín eftir þessar fréttir,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Okkar hugur er hjá eiginkonu Roberts, fjölskyldu hans og vinum en margir þeirra vinna hjá Brentford FC,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×