Innlent

Auknar eldvarnir í Árnessýslu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Frá undirritun samningsins á Selfossi, frá vinstri, Garðar H. Guðjónsson, verkefnisstjóri, Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Frá undirritun samningsins á Selfossi, frá vinstri, Garðar H. Guðjónsson, verkefnisstjóri, Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Magnús Hlynur
Í dag var skrifað undir samstarfssamning á milli Eldvarnarbandalagsins og Brunavarna Árnessýslu um aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnareftirlits í sýslunni.

Markmið samningsins er að efla eldvarnir í stofnunum sveitarfélaga á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu og á heimilum starfsfólks.

Í samningnum kemur meðal annars fram að Eldvarnarbandalagið og Brunavarnir Árnessýslu innleiði og framkvæmi eigið eldvarnareftirlit hjá stofnunum á starfssvæði brunavarnanna og sjái um fræðslu fyrir eldvarnarfulltrúa og starfsfólk. Fræðslan nær til eldvarna á vinnustaðnum og heimilum starfsmanna.

Skólastjórar, húsverðir og fleiri frá sveitarfélögum í Árnessýslu sátu námskeið í dag þar sem nýja eldvarnarátakið var kynnt í máli og myndum.Magnús Hlynur
Eldvarnabandalagið var stofnað sumarið 2010 sem samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir en það hefur útbúið ítarlegt, vandað og samræmt fræðsluefni um eldvarnir heimilisins, ásamt því að gefa út efni fyrir fyrirtæki og stofnanir um eigið eldvarnaeftirlit.

Mikið er lagt upp úr fræðsluefni í eldvarnarátakinu í Árnessýslu.Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×