Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í fréttatíma Stöðvar 2 kl. 18.30 verðum við í beinni útsendingu frá nefndarsviði Alþingis þar sem fjallað verður um nýjar tillögur meirihlutans í fjárlaganefnd um breytingar á fjárlagafrumvarpinu en engar fregnir hafa borist af tillögunum það sem af er degi.

Einnig höldum við áfram að fjalla um skógarelda í Kaliforníu og ræðum við veðurfræðing sem segir okkur frá áhættunni hér á landi, en hún er til staðar vegna hlýnunar jarðar og fjölgun grænna svæða.

Við segjum ykkur frá því að Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun Suðurlandsvegar og verður hafist handa strax í næsta mánuði. Við ræðum við formann Læknafélags Íslands en félagið hefur skorað á yfirvöld að stöðva tafarlaust almenna sölu á rafrettum.

Einnig fjöllum við um stöðuna á rammasamningum við sérfræðilækna en forstjóri Sjúkratrygginga segir mjög ólíklegt að svo fari að sjúklingar þurfi sjálfir að leggja út fyrir kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×