Innlent

Börnum veitt eftirför á hvítum sendibíl

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglunni á Suðurnesjum barst fyrir helgi tvær tilkynningar um að börnum hefði verið veitt eftirför á hvítum sendibíl.
Lögreglunni á Suðurnesjum barst fyrir helgi tvær tilkynningar um að börnum hefði verið veitt eftirför á hvítum sendibíl. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á Suðurnesjum barst fyrir helgi tvær tilkynningar um að börnum hefði verið veitt eftirför á hvítum sendibíl.

Mbl greindi  fyrst frá málinu og Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, staðfestir þetta.

Lögreglan brást strax við tilkynningunum tveimur en hún hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem óku hvíta sendibílinn.

Stöðuuppfærsla hefur farið hátt á samfélagsmiðlum þar sem varað er við tveimur mönnum á hvítum sendibíl í innri Njarðvík. Þar segir að bíllinn sé af gerðinni Volkswagen Transporter og að hann sé nokkuð ryðgaður.

Annars vegar er sagt frá tveimur mönnum sem hefðu veitt tíu ára stúlku eftirför í innri Njarðvík og hins vegar mönnum sem hefðu veitt stúlku í áttunda bekk í Kópavogi eftirför við Rútstún í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×