Handbolti

Barcelona með fullt hús á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Börsungum.
Aron í leik með Börsungum. vísir/getty
Barcelona er áfram með fullt hús stiga í spænska handboltanum eftir þriggja marka sigur, 32-29, á Anaitsuna í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og voru spænsku meistararnir þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Sá munur hélst í síðari hálfleik og lokaniðurstaðan tíundi sigur Barcelona.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona sem er nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, tuttugu stig, eftir fyrstu tíu leikina.

Þeir eru með örugga forystu í deildinni því næsta lið, Bidasoa, er með þrettán stig í öðru sætinu. Börsungar eiga því titilinn vísan enn eitt árið á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×