Fótbolti

Zlatan skoraði mark ársins í Bandaríkjunum í fyrsta leiknum sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan átti frábært tímabil í MLS-deildinni.
Zlatan átti frábært tímabil í MLS-deildinni. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy, var ekki bara valinn besti nýliði MLS-deildarinnar heldur átti hann líka mark ársins í deildinni.

Í gær var tilkynnt að Zlatan hefði verið kosinn nýliði ársins eftir mikla baráttu við Wayne Rooney, framherja DC United, og í þriðja sætinu var svo Carlos Vela.

Zlatan skoraði markið sem var valið mark ársins í fyrsta leik sínum í Bandaríkjunum er Galaxy hafði betur gegn Los Angeles í grannaslag.

Markið var stórbrotið. Hann skoppaði fyrir framan hann af um 35 metra færi og klippti Svíinn boltann í netið, yfir markvörð Los Angeles. Ótrúlegt mark.

Það var ekki það eina sem Zlatan gerði í leiknum því skömmu síðar skoraði hann sigurmarkið, 4-3. Frábær byrjun hjá Zlatan í Bandaríkjunum og hann átti svo afar gott tímabil.

Markið stórkostlega má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×