Enski boltinn

„Fór úr því að vera krakki með engan styrk í það að vera besti leikmaður sem ég hef spilað með“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scholes og Neville á góðri stundu.
Scholes og Neville á góðri stundu. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum leikmaður Man. Utd, segir að breytingin á Paul Scholes frá því að hann var yngri og þangað til að hann kom inn í aðallið Manchester United hafi verið ótrúleg.

„Ef þú myndir segja við mig þegar við vorum tólf eða þrettán ára að Scholesy yrði einn besti leikmaðurinn þá myndi ég hugsa: hvernig?“ sagði Neville og hélt áfram:

„Hann var svo lítill. Hann var ekki með mikla orku. Hann hafði engan styrk. Þú gast ýtt honum auðveldega frá boltanum því hann var svo lítill.“

„Hann var með astma. Hann gat ekki hlaupið langt. Hann var ekki fljótur og hann vann þig aldrei í kapphlaupi. Þú gast ekki borið hann saman við Nicky Butt sem var skrímsli og gat hlaupið út um allt með svakalegan kraft.“

Ferill Scholes með Manchester United er ótrúlegur. Hann var þar í nítján ár og vann hvern titilinn á fætur öðrum. Hann vann átján meistaratitla og þar á meðal ellefu sinnum ensku deildina.

„Á fyrsta árinu 1992 komst hann ekki í liðið. Hann spilaði ekki einu sinni í varaliðinu. Þetta breyttist árið eftir; hann hætti að drekka bjór og borða franskar á sunnudögum.“

„Þetta breyttist skyndilega og næstu tvö til þrjú árin voru rosalega. Félagið sá leikmann í honum. Brian Kidd dáðist af honum og Sir Alex sagði að ef hann yrði ekki fótboltamaður gætum við pakkað saman. Hann var 18 ára.“

„Hann er besti leikmaður sem ég hef spilað með á ævinni. Hann fór úr því að vera krakki með engan styrk og með engan styrk í það að verða besti leikmaður sem ég hef spilað með. Það er rosaleg breyting.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×