Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Rætt verður við umboðsmann skuldara sem segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána.

Einnig fjöllum við um Brexit en fastlega er reiknað með því að breska ríkisstjórnin samþykki drög að útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins.

Við segjum frá umræðunni um fjárlagafrumvarpið á þingi, segjum frá kostnaði íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna og tölum við konur sem eru í krabbameinsmeðferð eftir brjóstakrabbamein en fá ekki enn nauðsynleg lyf og hafa beðið mánuðum saman.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×