Enski boltinn

Mendy í aðgerð á hné og frá út árið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mendy í leik með City.
Mendy í leik með City. vísir/getty
Benjamin Mendy, vinstri bakvörður Manchester City, þurfti að fara í aðgerð og verður hann frá keppni þangað til í byrjun næsta árs.

Sky Sports greinir frá þessu þessu en City hefur ekki gefið neitt út. Meiðslin eru ekki talin alvarleg en þó þurfti Mendy að fara í smávægilega aðgerð sem heldur honum frá keppni út árið 2018.

Frakkinn gekk í raðir City fyrir 49 milljónir punda á síðasta ári og missti þá af 43 leikjum eftir að slitið krossband einungis tveimur mánuðum eftir komuna til City.

Mendy spilaði allan leikinn í 3-1 sigri City gegn United í grannaslagnum um síðustu helgi. Hann var valinn í franska landsliðshópinn fyrir komandi leiki en dró sig út úr hópnum.

Mendy ferðaðist til Barcelona á mánudaginn þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá hinum fræga Dr. Ramon Cugat en hann framkvæmdi einnig aðgerðina á Mendy í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×