Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Nokkrir ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sögðu af sér í dag eftir að stjórnin samþykkti drög að útgöngusáttmála Bretlands við Evrópusambandið. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins hyggst leggja fram vantrausttillögu gegn Theresu May forsætisráðherra. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stövar 2 klukkan 18:30.

Einnig segjum við frá því að hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega síðustu mánuði og fjöllum um breytingatillögur á fjárlagafrumvarpinu og viðbrögð öryrkja við tillögum meirihlutans.

Einnig fjöllum við um hjáveituaðgerðir en yfir hundrað manns er á biðlista eftir slíkri aðgerð og við fáum að sjá vel skreytt jólahús á Selfossi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×