Óverðtryggð íbúðalán nær helmingur nýrra lána hjá Landsbankanum og Arion Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. nóvember 2018 19:15 Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hlutfall óverðtryggðra lána hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári, sem er merki þess að aukin verðbólga og spár um verðbólguskot hafi merkjanleg áhrif á neytendur þegar íbúðalán eru annars vegar. Verðbólgan var undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands um fjögurra ára skeið áður en hún fór að hækka fyrr á þessu ári en verðbólgan mældist 2,8 prósent í október. Og það er alvöru verðbólguskot í kortunum. „Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og verði nokkuð yfir markmiði á næsta ári,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 7. nóvember. Þá spáir Seðlabankinn 3,4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Arion banki spáir 4,4 prósenta verðbólgu. Það er því eðlilegt að einhverjir velti fyrir sér hvort ástæða sé til að endurfjármagna verðtryggð íbúðalán og skipta yfir í óverðtryggt.Hærri afborganir er hraðari eignamyndun Kosturinn við óverðtryggt íbúðalán er að höfuðstóll þess hækkar ekki þegar vísitala neysluverðs hækkar. Þannig er þyngri greiðslubyrði á slíkru láni en hraðari eignamyndun þar sem höfuðstóllinn lækkar aðeins en hækkar aldrei. Ef við skoðum tilbúið dæmi frá einum af stóru bönkunum um 40 milljóna króna íbúð þar sem lánshlutfallið er 70 prósent þá eru afborganir af verðtryggðu láni á 3,65 prósent breytilegum vöxtum 111.373 krónur en afborgun af óverðtryggðu láni á 6,25 prósent vöxtum rúmlega 47 þúsund krónum hærri. Ef lánið væri blandað til jafns væru afborganir rúmlega 130 þúsund krónur. Miklu auðveldara að endurfjármagna í dag „Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar á uppgreiðslu lána og líka sú staðreynd að lántökugjöld hafa verið lækkuð og orðin að fastri krónutölu það þýðir að fólk hefur möguleikann á að gera svona lagað. Við erum að horfa á markað sem er miklu frjálsari og það eru miklu ódýrari valkostir fyrir hendi en voru áður. Fólk getur skipti á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú gætir farið í óverðtryggt núna og verðtryggt aftur síðar ef það er málið,“ segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Endurfjármögn íbúðalána er ákveðið ferli. Í fyrsta lagi þarf nýtt greiðslumat vegna hærri afborgana á óverðtryggðu láni. Svo þarf nýtt verðmat á íbúðina frá löggiltum fasteignasala og ganga þarf frá skjalagerð vegna nýja lánsins og uppgjörs á því eldra. Það er algengt að þetta ferli taki 4 vikur. En er flótti úr verðtryggingu vegna vaxandi verðbólgu? Við óskuðum eftir upplýsingum um hlutfall lána hjá stóru bönkunum þremur. Hjá Arion banka hafa verðtryggð lán verið um 65 prósent allra lána undanfarin ár og hlutfall óverðtryggðra lána hefur verið 35 prósent. Af nýjum lánum sést merkjanleg breyting því óverðtryggð lán eru 45 prósent allra nýrra lána það sem af er þessu ári. Hjá Landsbankanum hafa óverðtryggð lán verið um fjórðungur íbúðalána en það sem af er þessu ári er hlutfallið 46 prósent eða tæplega 20 prósentustigum meira. Í september og október var hlutfall óverðtryggðra íbúðalána um 60 prósent af nýjum íbúðalánum hjá Landsbankanum. Í lok síðasta árs voru óverðtryggð lán rúmlega fjórðungur allra íbúðalána hjá Íslandsbanka. Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist og eru þau 36 prósent af nýjum íbúðalánum hjá bankanum.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira